Ribes nigrum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
nigrum
Yrki form
Korpikylä
Íslenskt nafn
Sólber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænn á ytra borði, rauðleitur á því innra.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
0,5-1 m
Vaxtarlag
Greinarnar útafliggjandi/láréttar. Runninn þarf aðeins litla snyrtingu/klippingu.
Lýsing
Finnskt yrki/kvæmi frá þorpinu Korpi í Tornedalnum. Berin þroskast mjög snemma, en eru ekki eins stór og hjá yrkunum sem þroska mest af berjum. Berin eru þétt, bragðgóð og meðalstór.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Mikil mótstaða gegn mjölsvepp.
Harka
5
Heimildir
http://suomalainentaimi.fi
Fjölgun
Síðsumargræðlingar, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Berin eru notuð í mauk, saft og til frystingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá Nordplant 1983. Kelur ekkert, er útafliggjandi (30-40 sm há hlanta), með nokkur ber 2011, er á allt of þurrum og skuggsælum stað.