Ribes nigrum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
nigrum
Yrki form
Hedda
Íslenskt nafn
Sólber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Grænleitur, rauðhvítur.
Blómgunartími
Júní.
Vaxtarhraði
Meðalhraður til fremur hraður.
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni sem vex meðalhratt eða fremur hratt, þéttvaxinn og breiðvaxinn með slútandi greinar.
Lýsing
Mikil uppskera, berin stór, meðallöng á stuttum legg, berin meðalþétt til þétt í sér, sæt og ljúffeng. Kröftugt yrki með bragðgóð ber í þéttum klösum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Dálítið viðkvæm fyrir mjölsvepp.
Harka
Z6b
Heimildir
http://koju.de, http://static.ecome.fi
Fjölgun
Síðsumargræðlingar eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sólberjarunnar vaxa í alls konar jarðvegi bara að það sé ekki of þurrt. Til að fá mikla uppskeru er best að gróðursetja runnana móti sól, en þeir þrífast líka í hálfskugga.Gróðursetjið runnana með að minnsta kosti 1,5 m millibili í röð ef þú ætlar að tína af runnanum frá öllum hliðum. Það er líka hægt að gróðursetja runnana í limgerði með 1 m millibili. Runninn er snyrtur eftir að berin hafa verið tínd. Klippið gamlar greinar niður við grunninn.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Norskt yrki, blendingur milli 'Öjebyn' og 'Melalahti'.