Sunderbyn II er sænskt, harðgert, snemmþroska yrki, lauffellandi runni, 1-1,5 m hár, dálítið jarðlægur í vextinum, þarf að fá stuðning.
Lýsing
Klasarnir meðalstórir, berin stór (smá segja sumar heimildir), góð og sæt. Runninn ber mikið af berjum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Yrkið hefur mikið mótstöðuafl gegn mjölsvepp.
Harka
5
Heimildir
Sólberjayrki á Íslandi Ásdís Helga Bjarnadóttir og Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, http://www.bogront.no, http://.agropub.no, http://www.lbhi.is
Fjölgun
Síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Berin notuð í hlaup, saft eða fryst.
Reynsla
Líklega harðgerasta sólberjayrkið og hentar fyrir kaldari landshluta. Fer of snemma að vaxa og getur þá lent í hretum síðla vors, einkum sunnanlands.Ekki í Lystigarðinum.