Ribes nigrum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
nigrum
Íslenskt nafn
Sólber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, skjól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænleitur, rauðhvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Grófgerður, breiður, kúlulaga, þefillur runni, sem greinist frá grunni og um 2 m hár í heimkynnum sínum og álíka breiður, líkist venjulegu rifsi. Sprotar kröftugir, sterklegir, dúnhærður aðeins í fyrstu, gulbrúnar með gula kirtla.
Lýsing
Lauf 5-10 sm, kringluleit, 3-5 flipótt, neðra borð laufa dúnhært og með kirtilgrópum. Kirtlarnir gefa laufunum mjög sérstakan ilm. Blómskipunin dúnhærð, hangandi klasar með 4-10 blóm. Blómin bjöllulaga, græn á ytra borði, rauðhvít á því innra. Ber 1 sm í þvermál, hnöttótt, hárlaus, svört, æt.
Uppruni
Evrópa til M Asíu og Himalaja, V Kasakstan.
Harka
5
Heimildir
= 1, http://www.cerealia.no, http://www.lbhi.is, Ólafur Njálsson, pers. upplýsingar 20011.
Fjölgun
Jarðlægar greinar á sólberjarunnar sem ekki eru klipptir skjóta oft rótum og þannig er hægt að fá nýjar plöntur. Einnig er hægt að fjölga sólberjum með vetrar- og/eða síðsumargræðlingum. Klippið ofan af ungum runna þegar hann er orðinn 10 sm hár svo að hann greinist betur.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæðir runnar, í blönduð beð.Sólberjarunnar vaxa í alls konar jarðvegi bara að það sé ekki of þurrt. Til að fá mikla uppskeru er best að gróðursetja runnana móti sól, en þeir þrífast líka í hálfskugga.Gróðursetjið runnana með að minnsta kosti 1,5 m millibili í röð og þú ætlar að tína af runnanum frá öllum hliðum. Það er líka hægt að gróðursetja runnana í limgerði með 1 m millibili.Runnann þarf að grisja reglulega - klippa úr gamlar greinar sem gefa litla uppskeru. Ef runninn er klipptur verður uppskeran minni, en berin verða betri og það verður auðveldara að tína þau. Fjarlægið greinar sem liggja við jörð. Elstu greinarnar eru fjarlægðar/klipptar ef runninn er of þéttur.Safi úr sólberjum er góður og hlaup ekki síður gott. Ef berin eru tínd áður en þau eru fullþroskuð hleypur safinn betur. Safi, sulta og marmelaði eru mjög góð og alltaf er vinsælt að bragðbæta áfengi með sólberjum. Lauf af sólberjum eru notuð í te og í sýrðar gúrkur.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, önnur gömul um 1,9 m há 2011, er í of miklum skugga og á of þurrum stað, lítið um ber. Til hinnar plöntunnar var sáð 1995, hún er stór um 1,3 m há og gróskuleg, ekkert kal, berin stór og svört og gnótt af þeim árlega.Harðgerð planta. Þarf sól og gott skjól ef uppskera á að vera að einhverju marki.
Yrki og undirteg.
Fjöldi góðra yrkja í ræktun.Nokkur eru nefnd hér á síðunni.Fleiri er að hafa í gróðrarstöðvum svo sem 'Hildur'‚ 'Ola' og 'Titania öll með svört ber og grænhvít sólber sem heita 'Vertii og eru frá Finnlandi, þykja mjög bragðgóð.Auk þess má nefna Ribes x nidigrolaria ‚Jóstaber, sem bragðast bæði eins og sólber og stikilsber.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Til er fjöldi yrkja af sólberjum. Berin þroskast á mismunandi tíma, bragðið er líka breytilegt sem og stærð þeirra o. fl. Mismunandi yrki eru notuð til frystingar, sultugerðar eða til að borða beint af runnanum.Sólber vaxa villt í N-Evrópu og Síberíu. Runninn myndar ber strax á ársgamla sprota. Klasinn er með 7-10 blóm sem geta frjóvgað sig sjálf, en svo að hann komi með mikið af berjum verður skordýrafrævun að koma til. Flest yrkin eru sjálffrjóvgandi. Sólber blómstra snemma, oft áður en skordýrin eru komin á kreik að vorinu.Þar sem hætt er við næturfrostum síðla vors er best að velja yrki sem blómstra seint, annars þau snemmblómstrandi.Þegar maður ræktar sólber er mikilvægt að hugsa um til hvers maður ætlar að nota berin. Mismunandi yrki hafa oft mismunandi bragð svo bragðaðu á beri á mörgum yrkjum áður en þú gróðursetur nýjan runna. Ef ætlunin er að gera safa er gott berin séu bragðmikil svo að hægt sé að þynna saftina. Ef þú ætlar að borða berin beint af runnanum er best að berin séu sæt o. s. frv. Þegar sólber eru ræktuð til að selja afurðir í stórum stíl eru berin tínd með vél þegar allur klasinn er fullþroskaður. Þar sem ræktunin er lítil svo sem heima við eru berin tínd með höndunum.