Lávaxinn, lotinn runni, 0,5-1 m, þyrnar fáir, 3-5 á lið, sterklegir, greinar þornhærðar.
Lýsing
Lauf 1-4 sm í þvermál, nýrlaga, 5-skipt, ydd, kirtildúnhærð bæði ofan og neðan. Blómskipun í fáblóma, hangandi klasa. Blómin brúngræn, krónupípa þornhærð. Ber 1 sm í þvermál, dökkrauð, þornhærð.
Uppruni
V Bandaríkin (til fjalla).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í óklippt limgerði, en snyrt eftir þörfum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1982, kelur yfirleitt ekkert.