Uppréttur runni, allt að 1 m hár eða hærri, náskyldur R. petraeum, sprotar sléttir, rauðir.
Lýsing
Lauf allt að 9 sm í þvermál, grunnur hjartalaga, 5-flipótt, flipar yddir eða snubbóttir. Blómskipunin 3-5 sm, láréttur, slakur klasi. Blómin mjög leggstutt, smá, pípu-bjöllulaga, rauð. Krónublöð og bikarblöð upprétt. Stíllinn lengri en fræflarnir. Berin glansandi, svört.
Uppruni
M Asía (Pamírfjöll til Dsungarika)
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í óklippt limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1980, kala lítið sem ekkert. (2011).