Lauffellandi runni allt að 1 m hár, greinar grannar, dálítið hangandi, þétt þornhærðar og broddóttar, þyrnar 3-9, 2-4 mm langir,í hálfhring kringum hvern lið. Fallegur runni með grannar blómskipanir með brúnrauð blóm.
Lýsing
Lauf 3-6 sm breið, kringlótt, 5-flipótt, flipar mjög skertir. Laufin slétt eða öllu heldur kirtildúnhærð. Blómskipunin gisin, hangandi, klasarnir allt að 9 sm langir, blómin trektlaga, grænrauð, bikarflipar útstæðir. Berin smá, 0,5 sm í þvermál, þakin kirtilþornhárum, svört.
Uppruni
N Bandaríkin.
Harka
4
Heimildir
1, 28
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur með þessu nafni sem sáð var 1985 og 1988, þær hafa kalið dálítið af og til. Sú elsta er 1,1 m há og þroskaði ber 2011, annars eru allar plönturnar aðþrengdar 2011.