R. oxyacanthoides ssp. irriguum (Douglas) Q.P. Sinnott
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Grænpurpura til hvítleitur.
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Uppréttur, þyrnóttur runni, 1-3 m hár, sprotar hárlausir eða með mjúk dúnhár í byrjun, grá, greinar með fjölmarga þyrna.
Lýsing
Laufin 3-7 sm í þvermál, 3-5 flipótt, hárlaus ofan, dúnhærð eða ögn kirtilhærð á neðra borði. blómin 1-3 í drúpandi klösum, blómleggir stuttir, krónublöð öfugegglaga, bikarblöð tvisvar sinnum lengri en krónupípan. Berin 7-13 mm breið, hárlaus, svört.
Uppruni
V Bandaríkin (fjöll).
Harka
4
Heimildir
= 1, 28
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta með þessu nafni, sem sáð var 1983 hefur ögn af og til og ber svört ber.