Berin fremur smá, hnöttótt, rauð, með mildari bragð en ber af öðrum rifsyrkjum. Yrkið hefur flest ber (í samanburði við önnur rifsyrki) í hverjum klasa og myndar mikið af góðum berjum í N Svíþjóð og því er mælt með henni þar.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Getur sýkst af mjölsvepp samkvæmt sumum heimildum.
Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá H.E.Östers, Luleå, Svíþjóð 1985, kól dálítið framan af og er orðinn 2 m hár 2011. Plantan er á of þurrum og skuggsælum stað og því er minna um ber en annars.