Kröftugur, lágvaxinn runni um 40 sm hár. greinar jarðlægar. Sprotarnir fara mjög snemma að vaxa, verða fljótt hárlausir. Útbreitt vaxtarlag, jarðlægir stönglar skjóta rótum, mjög fallegir rauðir haustlitir.
Lýsing
Lauf 3-8 sm, kringlótt, þunn, með 5-7 flipa, slétt ofan, dúnhærð neðan, einkum á æðastrengjunum, illa lyktandi. Blómskipunin í uppréttum klösum með 8-12 blómum, rauð-hvít, fín-dúnhærð. Ber 8 mm í þvermál, rauð, kirtilþornhærð. &
Uppruni
Bandaríkin (til fjalla).
Harka
2
Heimildir
1, 28
Fjölgun
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Sem þekjuplanta, í kanta, sem undirgróður, best í runnabeð, hentar ekki með fjölærum plöntum, þar sem þeir eiga ekki möguleika í samkeppninni við kirtilrifsið.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur sem sáð var til 1981 og 1984, kala ekkert, blómstra og mynda ber (2011). Kirtilrifs er gott sem þekjuplanta. Mjög harðgerð, bráðfalleg, auðræktuð planta.