Uppréttur runni, 3-5 m hár, minnir á R. alpinum. Ungar greinar sléttar, rauðar í fyrstu, lítið eitt hærðar.
Lýsing
Lauf kringlótt-egglaga, 2-8 sm löng, 2-6 sm breið, hjartalaga, 3-5 flipótt, bogsagtennt. Flipar oft aflangir, 0,5-3,5 sm langir, kirtilhærðir, miðflipinn langur, kirtil-þornhærðir á báðum borðum. Klasar um 5 sm langir, margbýli-sérbýli. Karlklasar 1,5-4,5 sm langir, með 7-30 blóm, kvenklasar 0,5-2 sm langir, blómfáir. Stoðblöð 2-5 mm löng, nokkuð öfugkeilulaga, hárlaus eða ögn dúnhærð, flipar um 2 mm langir, lensulaga-egglaga, snubbótt. Krónublöð purpuralit, smá með mjóan grunn, miklu styttri en bikarblöðin. Fræflar litlu lengri en krónublöðin. Kvenblóm purpuralit eða dökkbrún, minni. Stíll klofinn. Berin djúprauð eða skarlatsrauð 5 mm í þvermál.
Best er að sá fræinu jafn skjótt og það er þroskað að haustinu í sólreit. Fræ sem hefur verið geymt þarf forkælingu í 4-5 mánuði við 0°C til 9°C og það ætti að sá því eins fljott og hægt er. Dreifplantið ungplöntunum hverri í seinn pott þegar þær eru orðnar nógu stórar til handfjatla þær.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var 1981, kól ögn framan af, er orðin 1,8 m há (2011).Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur.