Ribes divaricatum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
divaricatum
Íslenskt nafn
Þyrnirifs (skógarstikill)
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænn-purpura.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
-2.5 m
Vaxtarlag
Runni, allt að 3 m hár, þéttþyrnóttur og mjög þéttvaxinn. Sprotarnir oft þornhærðir, grábrúnir með bogna, 1-2 sm langa þyrna. Þyrnirifsið myndar nokkuð af rótarskotum.
Lýsing
Lauf 2-6 sm breið, kringlótt-hjartalaga, venjulega 5-flipótt, æðastrengir dúnhærðir, blaðstilkar grannir. Blóm í knippum, 2-6 saman, bikar bjöllulaga, bikarblöð aflöng, krónublöð græn-purpura. Ber 1 sm, hnöttótt, rauð-svört með hvíta vaxhúð.
Uppruni
V Bandaríkin.
Sjúkdómar
Mikil mótstaða við mjölsvepp.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar, rótarskot.
Notkun/nytjar
Í brekkur, í limgerði, í skjólbelti, í þyrpingar, í trjá- og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur sem sáð var til 1980, hafa kalið lítið eitt en vaxið vel, eru um 1,2 m háar og mynduðu ber 2011.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Þyrnirifs er foreldri margra blendinga með mikla mótstöðu gegn mjölsvepp.