Lágvaxinn, lauffellandi runni sem verður allt að 1 m hár. Gamlar greinar eru gulbrúnar-brúnar. Ungar greinar eru ljósgular eða mjúkleðurlitar.
Lýsing
Laufin eru hárlaus, allt að 13 sm löng og 10 sm breið, ljósleit, og blágræn, annað hvort hárlaus beggja vegna eða dúnhærð á æðastrengjum á neðra borði. Laufblaðkan er 3-flipótt, sjaldan ógreinilega 5-flipótt, hjartalaga við grunninn. Klasar allt 8 sm langir, með 8-13 blóm, blómgreinar hárlausar. Bikarblöð eru hvít lóhærð á báðum borðum. Ytra borð blómbotnsins og eggleg eru hárlaus. Krónublöð eru blævængslaga. Berin ekki með ilmandi kirtla, allt að 13 mm í þvermál og eru blásvört, vaxhúðuð. &
Notuð til matar og sem vítamín. Berin eru stór og ilmlaus líkjast bláberjum (Vaccinium uliginosum). Ber mikið af berjum. Mjög lofandi í kynbætur.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1981 og tvær frá 1991. Eldri plönturnar kala ekkert, vaxa lítið, fræið var frá Kirovsk. Þær yngri kala lítið, en líða fyrir að vera á of þurrum og skuggsælum stað. Fræið var frá Archangelsk.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin þroskast í ágúst. Skordýrafrævun, sambýli (fræflar og frævur í sama blómi), berin dreifast með dýrum.Plantan er endemísk. Vex í hólmum, sendnum og grýttum árbökkum, skógarjöðrum og kjarri.