Ribes bracteosum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
bracteosum
Íslenskt nafn
Blárifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, þolir ekki skugga.
Blómalitur
Grænleitur eða purpuraleitur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
1,5-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, gisgreinóttur runni allt að 3 m hár, með uppréttar eða uppsveigðar greinar, þyrnalaus, brúnleitar, ungar greinar (ársprotarnir) lítið eitt dúnhærðar og kirtilhærðar.
Lýsing
Laufin stakstæð, þunn, egglaga, hjartalaga við grunninn, 3-22 sm löng og 3-24 sm breið, djúp 5-7 flipótt með egglaga til egglensulaga, ydda og hvasstennta flipa, kvoðukennda og með kirtla á neðra borði. Blaðstilkar jafn langir og/eða lengri en blaðkan, lítt hærð. Blómin tvíkynja, mörg, grænleit eða purpuralit í uppréttum, grönnum klösum, allt að 30 sm löngum. Blómleggir 5-12 mm langir, liðaðir. Stoðblöð 1-3, spaðalaga, hálf lengd laufstilkanna þau neðri minna á lauf. Krónublöðin hvít, blævængslaga með aflanga nögl. Blómstæðið bollalaga, bikarblöð egglaga-aflöng, 3-4 mm löng, brún-purpura eða grænleit sjaldan hvít. Bikarfliparnir mjóegglaga til aflöng-lensulaga, 3-4 mm löng. Stíll hárlaus eða hærður, um það bil jafnlangur og fræflarnir og krónublöðin. Berin næstum hnöttótt, 0,8-1,2 sm löng, svört með hvítleit, bládöggvuð, kvoðukennd og með kirtla, æt.
Uppruni
N Ameríka (Alaska - Kalifornía).
Harka
4
Heimildir
= 1, 21
Fjölgun
Græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð. Mjög góð ber, æt, bæði soðin og ósoðin.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1990, kól ögn framan af, líður fyrir að vera á of þurrum og skuggsælum stað (2011). Hefur þrifist vel í skjóli og frjórri mold í garði á Akureyri og borið þar urmul af berjum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Skordýrafrævun.