Ribes altissimum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
altissimum
Íslenskt nafn
Fjallarifs, alparifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
R. petraeum altissimum. (Turcz.) Jancz
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi eða sól.
Blómalitur
Gulleitur, oft með purpuraslikju.
Blómgunartími
Júní. Ber í ágúst.
Hæð
(1-)2-3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni (1)2-3 m hár. Greinar hárlausar, sjaldan með ögn af stuttum kirtilhárum, þyrnalausar.
Lýsing
Brum brún, egglaga til mjóegglaga, dúnhærð, snubbótt eða ydd. Blaðstilkar 3-5 sm, hárlausir, sjaldan ögn dúnhærðir eða með stutt kirtilhár. Laufblaðkan hálfkringlótt, 3-6 sm, hárlaus, stundum með ögn af stilkstuttum kirtlum eftir æðastrengjunum á neðra borði, grunnur hjartalaga, flipar 3-5, egglaga-þríhyrndir, jaðrar hvass tvísagtenntir, stundum með fáeinar einfaldar tennur, oddur snubbóttur eða hvassyddur, endaflipinn jafnlangur eða ögn lengri en hliðarfliparnir. Blómklasar ögn hangandi, 3-8 sm, 10-25 blóma, blómleggir dúnhærðir og með leggstutta kirtla. Stoðblöð breiðegglaga, jaðrar ögn kirtilhærðir. Blóm tvíkynja, 4-5 mm í þvermál, blómleggir 1-3 mm. Bikar gulleitur oft með purpurablettum, hárlaus, krónupípan bjöllulaga, 1,5-2,5 mm. Flipar aftursveigðir, hálf-tungulaga til öfugegglaga, 0,8-1,5 mm. Fræflar festir neðan við krónublöðin og eru jafnlangir þeim. Eggleg hárlaus. Stíll breið-keilulaga, oddur 2-flipóttur. Ber purpurasvört, hálfhnöttótt, 0,5-0,7 sm, hárlaus.
Uppruni
A Asia N Kína, Mongólía, Sibería.
Heimildir
Netið: Flora of China, http://www.pfaf.org, http://www.agroatlas.ru
Fjölgun
Með fræi og sumar- og vetrargræðlingum.
Notkun/nytjar
Þarf sendinn, léttan jarðveg, vel framræstan. Getur vaxið í hálfskugga undir trjám, en þarf rakan jarðveg ef plantan er í sól.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1984, um 2 m runni sem kól dálítið framan af, en er fínn núna (2011).
Útbreiðsla
Barrskógur, blandskógur og skógarjaðrar í fjallahlíðum neðan við 2000 m hæð í heimkynnum sínum. Skordýrafrævun.AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin notuð til matar. Plantan notuð til lækninga og skrauts. Athygliverð til kynbóta. Frostþolin. Berin innihalda mikið af P og C vítamíni.