Lauffellandi runni (1)2-3 m hár. Greinar hárlausar, sjaldan með ögn af stuttum kirtilhárum, þyrnalausar.
Lýsing
Brum brún, egglaga til mjóegglaga, dúnhærð, snubbótt eða ydd. Blaðstilkar 3-5 sm, hárlausir, sjaldan ögn dúnhærðir eða með stutt kirtilhár. Laufblaðkan hálfkringlótt, 3-6 sm, hárlaus, stundum með ögn af stilkstuttum kirtlum eftir æðastrengjunum á neðra borði, grunnur hjartalaga, flipar 3-5, egglaga-þríhyrndir, jaðrar hvass tvísagtenntir, stundum með fáeinar einfaldar tennur, oddur snubbóttur eða hvassyddur, endaflipinn jafnlangur eða ögn lengri en hliðarfliparnir. Blómklasar ögn hangandi, 3-8 sm, 10-25 blóma, blómleggir dúnhærðir og með leggstutta kirtla. Stoðblöð breiðegglaga, jaðrar ögn kirtilhærðir. Blóm tvíkynja, 4-5 mm í þvermál, blómleggir 1-3 mm. Bikar gulleitur oft með purpurablettum, hárlaus, krónupípan bjöllulaga, 1,5-2,5 mm. Flipar aftursveigðir, hálf-tungulaga til öfugegglaga, 0,8-1,5 mm. Fræflar festir neðan við krónublöðin og eru jafnlangir þeim. Eggleg hárlaus. Stíll breið-keilulaga, oddur 2-flipóttur. Ber purpurasvört, hálfhnöttótt, 0,5-0,7 sm, hárlaus.
Uppruni
A Asia N Kína, Mongólía, Sibería.
Heimildir
Netið: Flora of China, http://www.pfaf.org, http://www.agroatlas.ru
Fjölgun
Með fræi og sumar- og vetrargræðlingum.
Notkun/nytjar
Þarf sendinn, léttan jarðveg, vel framræstan. Getur vaxið í hálfskugga undir trjám, en þarf rakan jarðveg ef plantan er í sól.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1984, um 2 m runni sem kól dálítið framan af, en er fínn núna (2011).
Útbreiðsla
Barrskógur, blandskógur og skógarjaðrar í fjallahlíðum neðan við 2000 m hæð í heimkynnum sínum. Skordýrafrævun.AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin notuð til matar. Plantan notuð til lækninga og skrauts. Athygliverð til kynbóta. Frostþolin. Berin innihalda mikið af P og C vítamíni.