Þéttvaxið yrki og smáblöðótt, innan við 1 m á hæð.
Lýsing
Útbreiddur runni, laufin lík og á aðaltegundinni.
Uppruni
Evrópa.
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í runna- og trjábeð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1991 og þrjár plöntur sem sáð var til 1992, kala ögn af og til, eru annars fallegir og gróskumiklir með skærgula haustliti fram eftir hausti (nóvember 2011).