Rhododendron oreodoxa

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
oreodoxa
Ssp./var
v. fargesii
Höfundur undirteg.
(Franch.) Chamberl.
Íslenskt nafn
Skógarlyngrós
Ætt
Lyngrós (Ericaceae).
Samheiti
Rhododendron fargesii Franch.
Lífsform
Sígrænn runni-lítið tré.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré allt að 5 m hátt.
Lýsing
Lauf 6-8,5 sm, öfugegglaga-oddbaugótt til oddbaugótt, 2-3,2 sinnum lengri en þau eru breið, hárlaus þegar þau eru fullvaxin en eru með doppur eftir háragrunna á neðra borði. Bikar lítill, hárlaus. Króna 3,5-4 sm, venjulega með 7 flipa, sjaldan með 5-6 flipa, bjöllulaga, djúpbleik, hárlaus eða ögn hærð innan. Fræflar 10-14 talsins, frjóþræðir hárlausir eða smádúnhærðir. Eggleg hárlaus eða með leggstutta kirtla. Stíll hárlaus. Fræhýði 2-2,5 sm, bogin.&
Uppruni
V Kína.
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð þar sem birtan er síuð til dæmis gegnum krónur trjáa.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem var sáð 1991 og gróðursett í beð 2001 og 2004 og önnur sem var keypt 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Sú fyrstnefnda hefur ekkert kal og blómstrar, sú síðastnefnda hefur kalið mjög mikið 2010 og er ekki með blóm.Þrífst afar vel í báðum grasagörðunum. Okkar plöntur eru upp af sáningu frá Reykjavík.
Yrki og undirteg.
ssp. oreodoxa Eggleg hárlaust. ------ ssp. fargesii Eggleg þakið leggstuttum kirtlum. ----- Budget Farthing blómin hvít með rauðpurpura slikju, blómknappar rauðpurpura áður en þeir springa út. Z6