Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 2 m hár, ungir sprotar með löng hár og kirtilhár.
Lýsing
Lauf 4-18 sm, öfugegglaga til öfugegglaga-aflöng með aðlæg löng hár bæði á efra og neðra borði. Bikar er lítill, með stutta, mislanga flipa, kirtilhærða. Króna allt að 1,8 sm, pípulaga til pípu-bjöllulaga, hvít, hárlaus með 5 bogadregna, stutta ögn útstæða flipa. Fræflar 10 talsins, frjóþræðir hærðir neðan við miðju. Eggleg með löng kirtilhár, stíll hárlaus. Fræhýði allt að 1,2 sm.
Uppruni
M Japan.
Harka
Z7
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð þar sem birtan er síuð til dæmis gegnum krónur trjáa.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 2000 og gróðursett 2004. Kelur yfirleitt lítið, blómstrar flest ár mikið.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Mjög sérstök og engar náskyldar tegundir.