Lítill runni, allt að 1 m hár. Ungir sprotar með dálítið hreistur, ögn dúnhærðir og þornhærð.
Lýsing
Lauf 1,3-3,3 × 0,7-1,4 sm, mjó-öfugegglaga til öfugegglaga eða næstum kringlótt, slétt, hreisturlaus ofan, með vel aðskilin hreistur á neðra borði. Jaðrar eru með löng þornhár. Klasar margblóma. Bikarflipar eru 2-4 mm, mjó-þríhyrndir, með hreistur, jaðrar þornhærðir. Krónan er 1,2-1,8 sm, bleik, lítið eitt hreistruð og hærð á ytra borði. Eggleg með hreistur. Stíll jafn langur og egglegið eða ögn lengir, dálítið hærður við grunninn. Fræhýði með dálítið hreistur, 5-6 mm.
Uppruni
M Evrópa (Alpafjöll).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar með hæl (hormónameðferð).
Notkun/nytjar
Ein af fáum lyngrósategundum sem hæg er að rækta í kalkríkum jarðvegi.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta. Kelur yfirleitt ekkert, blómstrar flest ár mikið. Önnur yngri er til sem var keypt 1990 og gróðursett í beð 1990, kelur heldur ekkert og blómstrar.