Ungir sprotar eru með löng kirtilhár. Lauf 3-5 sm, meira eða minna öfugegglaga, hár á miðstreng og jöðrum eru með kirtil á oddinum, sem dettur af með tímanum. Blómin stök eða tvö saman, endastæð á greinunum. Stoðblöð græn, minna á laufblöð. Bikar skiptur næstum alveg að grunni í 5 aflanga flipa, allt að 1,8 sm langa, með kirtilhár. Króna allt að 2,5 sm mjög breið-bjöllulaga, krónupípan klofin næstum alveg niður á neðri hliðinni, bleik-purpura, hærð á ytra borði. Fræflar 10, eggleg með stutt hár, stíll hærður við grunninn. Fræhýði allt að 1 sm, með stutt hár.