Rhododendron brachycarpum

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
brachycarpum
Íslenskt nafn
Rjómalyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Samheiti
R. fauriei Franch.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálgskuggi.
Blómalitur
Rjómahvítur til fölbleikur með grænar doppur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Allt að 3 m hár runni, sígrænn, ungar greinar mjög loðnar, hárlausir þegar þeir eru fullvaxnir.
Lýsing
Lauf 7-11 sm löng, aflöng til öfugegglaga, 2,3-2,5 sinnum lengir en breið, hárlaus á efra borði en neðra borð hárlaus eða með þétta, gráa eða móleita hæringu/loðnu. Bikar 2 mm, trekt hærð, flipar hárlausir, króna allt að 2,5 sm, breið trekt-bjöllulaga, rjómahvít til fölbleik með grænar doppur. Eggleg þétthært, stíll hárlaus, Fræhýði 2-3 sm. ;
Uppruni
Japan, Kórea.
Harka
Z6
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð eða sem stakur runni, þar sem birtan er síuð til dæmis gegnum lauf trjáa.
Reynsla
Nokkrar plöntur eru til sem sáð var 1990 og gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur yfirleitt ekkert og blómstrar mikið á hverju sumri.
Yrki og undirteg.
ssp. brachycarpum. Lauf með langæa hæringu á neðra borði. ssp. fauriei (Franch.) Chambert. Lauf hárlaus á neðra borði þegar þau eru fullvaxin. Rhododendron brachycarpum D. Don. Roseum. Blómin bleik. Ein planta var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, blóm flest ár.