Allt að 3 m hár runni, sígrænn, ungar greinar mjög loðnar, hárlausir þegar þeir eru fullvaxnir.
Lýsing
Lauf 7-11 sm löng, aflöng til öfugegglaga, 2,3-2,5 sinnum lengir en breið, hárlaus á efra borði en neðra borð hárlaus eða með þétta, gráa eða móleita hæringu/loðnu. Bikar 2 mm, trekt hærð, flipar hárlausir, króna allt að 2,5 sm, breið trekt-bjöllulaga, rjómahvít til fölbleik með grænar doppur. Eggleg þétthært, stíll hárlaus, Fræhýði 2-3 sm. ;
Uppruni
Japan, Kórea.
Harka
Z6
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð eða sem stakur runni, þar sem birtan er síuð til dæmis gegnum lauf trjáa.
Reynsla
Nokkrar plöntur eru til sem sáð var 1990 og gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur yfirleitt ekkert og blómstrar mikið á hverju sumri.
Yrki og undirteg.
ssp. brachycarpum. Lauf með langæa hæringu á neðra borði. ssp. fauriei (Franch.) Chambert. Lauf hárlaus á neðra borði þegar þau eru fullvaxin. Rhododendron brachycarpum D. Don. Roseum. Blómin bleik. Ein planta var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, blóm flest ár.