Jarðlægur, sígrænn runni, 15-30 sm, getur orðið allt að 1 m hár.
Lýsing
Ársprotar mjög stuttir. Brumhlífar laufa langæar. Laufin eru dökkgræn ofan, fölgræn eða móleit neðan, hér og hvar með restir af hæringu frá unga aldri. Þau eru 2,5-15 sm, egglaga til breið-oddbaugótt, 2-2,5 sinnum lengri en þau eru breið, hárlaus þegar þau eru fullvaxin. Laufjaðrar innundnir. Klasar fremur strjálblóma og 5-8 blóma. Bikar 2-3 mm, flipar hærðir, bogadregnir-þríhyrndir. Krónan 2,5-3 sm, um 3 sm löng, breið-bjöllulaga, oftast ljós gul, oft með doppur. Eggleg þakið rauðleitu hári. Stíll 5 sm, hárlaus. Fræhýði 1 sm. &
Uppruni
Fjöll í Síberíu og Mongólíu, Japan.
Harka
H2
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð í hálfskugga eða þar sem birtan er síuð.
Reynsla
Nokkrar plöntur eru til í Lystigarðinum, keyptar 1993 og 1994 og gróðursettar í beð 2004 og 2006. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, engin blóm.