Rhododendron anthopogon

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
anthopogon
Íslenskt nafn
Anganlyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur eða bleikur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Sígrænn, lítill runni, sem ilmar mikið, lágvaxinn, verður allt að 50(-100) sm hár, mikið greindur, greinar stuttar. Laufin eru dökkgræn, egglaga-oddbaugótt, sjaldan næstum kringlótt, 1-3,5 sm löng, 0,8-1,6 sm breið, ögn eða ekki hreistruð á efra borði en með þétt ryðbrúnt hreistur í 2 eða 3 röðum á neðra borði. Laufleggur 1 sm langur með hreistur að ofan.
Lýsing
Blómklasar eru koll-laga, blómmargir. Bikarflipar eru aflangir, 3,5-4,5 mm, oftast með hreistur á ytra borði, jaðrar með þornhár, innra borð mismikið dúnhært. Krónan er hvít eða bleik, sjaldan rjómalit eða gul, 1-2 sm, hvorki með hár né hreistur á ytra borði. Fræflar 6-8. Fræhýðið er með hreistur, 4-5 mm, nær varla fram úr bikarnum.
Uppruni
A Himalaja, S Tíbet.
Harka
H4
Heimildir
2, 7, http://www.flowersofindia.net
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð þar sem birtan er síuð.
Reynsla
Ein planta undir nafninu R. anthopogon v. hypenanthum (Balf.) Cullen Annapurnavar keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Mismikið kalin, blóm stöku ár.
Yrki og undirteg.
v. anthopogon Brumhlífar laufblaða mjög skammæar. Himalaja, V Kína. v. hypenanthum (Balf.) Cullen (R. hypenanthum Balf.) Brumhlífar laufblaðanna langæar. N Indland, Nepal, Bútan.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vex í 3500-5000 m á heimaslóðum sínum. Nafnið Annapurna bendir til þess að plantan sé frá Nepal, en Annapurna er vinsælt ferðamannasvæði í Nepal, þar sem lyngrósaskoðunarferðir eru farnar.