Rhododendron

Ættkvísl
Rhododendron
Yrki form
'Cunningham's White'
Íslenskt nafn
Kákasuslyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósbleikur eða hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
120-150 sm
Vaxtarlag
Sígrænn, harðgerður runni sem ekki er með hreistur, kúlulaga í vextinum. Hann 120-150 sm hár og álíka breiður en getur náð um 220 sm hæð og verður jafn breiður á 10 árum eða lengri tíma erlendis.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): (R. caucasicum × R. ponticum ´Album´). Blómknappar eru bleikir, blóm eru tiltölulega lítil, mjög ljósbleik eða hvít með brúnar doppur á efsta krónublaðinu. Laufin eru löng, meðalstór, dökkgræn, sígræn og glansandi. Síðla vors er hann með fallega klasa af hvítum, trektlaga blómum með gula eða græna bletti.
Uppruni
Yrki.
Harka
H5
Heimildir
7, http://www.how2grow.com, http://www.crocus.co.uk, http://www.hirsutum.info
Fjölgun
Síðaumargræðlingar, sveiggræðsla, ágræðsla.
Notkun/nytjar
Jarðvegur þarf að vera rakur, vel framræstur, ríkur af lífrænum leifum, súr, hlutlaus eða kalkríkur.Plantið ekki of djúpt. Bætið 5-7 sm af moltu eða trjákurli við grunn plöntunnar hvert vor svo rakinn haldist betur í moldinni. Meðalvökvun.
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Ekkert kal t.d. 2007 og 2010 og blóm bæði árin.Eldri planta hefur verið lengi í úthring við gosbrunn og blómgast þokkalega á hverju ári.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Skiljanlegt er hve þessi fallegi, gamli blendingur er vinsæll erlendis, þar sem hann þolir magran, næstum því hlutlausan jarðveg, er þéttur og kröftugur í vextinum og góður til að rækta á jöðrum til að draga úr vindi og veita skjól.Snyrtið/klippð EKKI runnann strax eftir að blómin hafa fallið og áður en knúbbar blóma næsta árs hafa myndast !! Plantið runnanum þar sem EKKI þarf að klippa hann til.