Fjölær jurt, allt að 40 sm há, jarðstönglar greinóttir, sverir, ofanjarðar hlutar með hreistur lauf.
Lýsing
Blómstönglar uppréttir, kröftugir. Lauf 15-25 x 5-6 mm, aflöng, kjötkennd, hárlaus, hvassydd, heilrend. Blómskipunin þéttur klasi, blómin allt að 3 mm í þvermál, bjöllulaga. Bikarblöð 5,5-8 mm, rauðmenguð. Krónublöð 5,8-13 mm, oddbaugótt, bleikrauð verða hvít. Fræflar styttri en krónublöðin. Fræflar purpura, frævur rauðar.