Fjölær jurt, stórvaxin og áberandi, upprétt, allt að 200 sm há.
Lýsing
Lauf allt að 30 sm í þvermál, bogadregin, grunnur fleyglaga, gljáandi,leðurkennd, dökkgræn með rauðar æðar, heilrend, laufleggur oft kröftugur, rauður, himnupípan brothætt, bleik. Blómstöngullinn er með stoðblöð sem skarast, breiðegglaga, minnka eftir því sem ofar dregur á stönglinum, neðstu stoðblöðin allt að 15 sm, 1-2 sm efst, rjómalit. Blómin í stuttum axlastæðum klösum alt að 6 sm, græn, hulin stoðblöðum. Blómhlífarblöð 2 mm.