Grunnlauf heil, egglaga-hjartalaga til breiðlensulaga, dúnhærð við grunninn, neðantil og á jöðrunum, djúpgræn, nokkuð leðurkennd, með 7 áberandi æðar. Stöngullauf greipfætt. Blómin 1 til allmörg, hvít eða bleik, allt að 2,3 sm breið. Bikarblöð dúnhærð. Krónublöð breið-egglaga. Fræhnotir sléttar, hliðflatar, trjóna stutt, krókbogin.
Uppruni
Pyreneafjöll, Alpafjöll, N Spánn
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir (neðan til), í þyrpingar, í kanta.
Reynsla
Harðgerð jurt, hefur reynst prýðilega í Lystigarðinum. Blómgast mikið og lengi.