Stönglar uppréttir, vaxa upp frá stuttum stöngulsprotum, 4-22 sm, hárlaus eða lítið eitt langhærður, hver með 1 blóm. Rætur grannar, 0,4-0,8 mm sverar.
Lýsing
Grunnlauf langæ eða skammæ, blöðkurnar nýrlaga, 3-skipt, 0,6-2 x 1,3-3 sm, að minnsta kosti eru hliðarblaðhlutarnir aftur flipóttir eða tenntir. Grunnur þverstýfður eða hjartalaga, oddar blaðhlutanna bogadregnir-broddyddir. Blómleggir hárlausir eða brúnhærðir, blómbotn hárlaus. Bikarblöð 6-8 x 3-5 mm, með brún, stinn hár á neðra borði. Krónublöð 5(-6), 8-11 x 7-12 mm, hreistur hunangskirtla hárlaus. Kollur fræhnotanna sívalur eða egglaga-sívalur, 7-14 x 5-6 mm, fræhnotir 1,5 -2,2 x 1,2-1,6 mm, hárlausar, trjóna grönn, bein, 1-2 mm.
Uppruni
Grænland, Kanada, Alaska, Evrasía.
Heimildir
Flora of North America, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=233501178,