Fjölær jurt, rætur sverara og kjötkenndar. Stöngar stinnir, greinóttir, allt að 150 sm há.
Lýsing
Grunnblöðin skjaldlaga, 12-30 sm á breidd, heil, bogtennt, nokkuð leðurkennd, dökkgræn, með langan legg, hárlaus eða lítt hærð á neðra borði. Stöngulblöðin svipuð en miklu minni. Blómin 5-15 í skúf, hvít, 5-8 sm í þvermál: Bikarblöðin öfugegglaga, lang- og mjúkhærð, krónublöðin 10-16, öfugegglaga-aflöng, bogadregin eða með framjöðru. Blómbotn mjúkhærður, allt að 3 sm, fræhnotir bogadregnar, öfugegglaga, mjúkhærðar, trjóna mjó.