Fjölær jurt, sem skríður með reglum, sme vex í mýrum og fenjum. Stönglar sterklegir, greinóttir ofantil, 50-200 sm háir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 20 x 8 sm, egglga til egglaga-aflöng, hjartalaga, með langan legg, koma upp úr vatninu að hausti, dauð þegar plantan blómstrar. Stöngullaufin aflöng-lensulaga, leggstutt eða legglaus gistennt. Blómin fá í strjálblóma kvíslskúf, skærgul, allt að 5 sm í þvermál, bikarblöð næstum hárlaus, krónublöðin kringlótt-egglaga, gljáandi. Blómbotn hárlaus. Fræhnotir öfugegglaga, 2,5 mm, trjóna stutt, dálíðið bogin.
Uppruni
Evrópa til Síberíu.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, raklendi, fjölæringabeð þar sem nægur er rakinn.
Reynsla
Harðgerð, hefur þrifist vel í Grasagarði Reykjavíkur.