Ranunculus eschscholtzii

Ættkvísl
Ranunculus
Nafn
eschscholtzii
Íslenskt nafn
Gullsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-25 sm
Vaxtarlag
Hárlaus, fjölær jurt, allt að 15 sm há, með trefjarætur.
Lýsing
Grunnlauf kringluleit, 2,5 sm breið, djúp 3-flipótt, fliparnir skiptast aftur eða eru heilir, fliparnir snubbóttir. Blómin 1-3 á stöngli, fölgul, allt að 3 sm í þvermál, bikarblöð gul, allt að 1,5 sm, hárlaus til þétt brúnhærð. Krónublöð 5. Blómbotn hárlaus, fræhnotir aflöng-öfugeggvala, trjónan grönn, bein.
Uppruni
Fjöll V N Ameríku.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er, en ætti að spjara sig þokkalega.