Dúnhærð, fjölær jurt, jarðstönglar sverir, rótarhnúður með trefjarætur, stönglar 15-50 sm
Lýsing
Grunnlauf egglaga, 3-flipótt, miðflipinn með legg eða legglaus, flipar meira skiptir og tenntir, lifa af veturinn (að minnsta kosti erlendis). Stöngullauf minnka eftir því sem ofar dregur á stönglinum, þau efstu með band-lensulaga flipa. Blómin allmörg, gullgul, stöku sinnum brennisteinsgul, allt að 3 sm í þvermál, bikarblöð gulgræn, mjög aftursveigð. Krónublöð 5, öfugegglaga-fleyglaga, glansandi. Blómbotn hærður, fræhnotir öfugegglaga, dökkbrúnar, 3 mm, trjónan stutt, krókbogin. ´Pleniflorus' ('Flore Pleno´) grasafræðileg staða er óljós, jarðstönglar eru sverir, með stutta jarðstöngla. Stönglar allt að 30 sm, lauf glansandi græn. Blómin fyllt, krómgul með græna miðju, allt að 4 sm í þvermál.Blómin krómgul með grænni miðju, allt að 4cm í Þvermál. Blóm ofkrýnd, rákóttur blómstilkur. Bikarblöð aftursveigð. Stendur stendur lengi í blóma. Blöðin gljáandi, græn lík blöðum brennisóleyjar.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum plöntum, í kanta.
Reynsla
Harðgerð planta sem þrífst mjög vel hérlendis.
Yrki og undirteg.
Þetta ofkrýnda afbrigði gengur undir ýmsum nöfnum ss. 'Flore-Pleno', 'Plenus' og jafnvel Ranunculus gouanii 'Plenus' og hefur ekki enn fengið neina alvöru staðfestingu grasafræðinga, Þ.e. þeir eru engan veginn sammála um það til hvaða tegundar yrkið greinist.