Fjölær jurt með trefjarætur. Stönglar hærðir eða næstum hárlausir, allt að 100 sm háir (aðaltegundin).
Lýsing
Fyllta afbrigðið af brennisóley er hin laglegasta garðplanta. Laufblöðin stakstæð, stilkuð, loðin, djúpt handskipt í 3-5 hluta sem hver um sig er djúpskertur í þrjá sepótta flipa.
Uppruni
Evrópa, Asía, Ísland.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori og hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir (neðarlega), í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð. Aðaltegundin, okkar alþekkta íslenska brennisóley kemur oft óboðin í garða en er tæplega velkomin, þar sem hún sáir sér ótæpilega.