Grunnlauf dökkgræn, handskipt, 3-5 skipt, jaðrar tenntir, stöngullauf legglaus. Blómin fá eða mörg, hvít, allt að 2 sm í þvermál, blómleggir 1-3 x lengri en laufið sem á leggnum var, dúnhærð ofan, bikarblöð rauð til purpura neðan, hárlaus, skammlíf, aldindstæði dúnhærð. Krónublöð 5, egglaga. Hnetur allt að 5 mm, dálítið útflött, trjónan grönn. Blómin ofkrýnd, stór handskipt blöð. Blómgast frá því að vori og langt fram á sumar.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð tegund, góð til afskurðar.
Yrki og undirteg.
Fyllta afbrigðið sennilega eingöngu í ræktun hérlendis (H. Sig.).