Laufin mynda grunnhvirfingu, visna í þurrkum, hrukkótt, gráloðin ofan langhærð neðan. Blóm 1-6 á kirtildúnhærðum, rauðmenguðum leggjum allt að 12 sm há.
Lýsing
Laufin allt að 6 x 5 sm, oddbaugótt til tígullaga-kringlótt, snubbótt, djúptennt, rauðbrún hærð, bogtennt. Króna allt að 4 sm í þvermál, fjólublá til bleik eða hvít með gula miðju, flipar dálítið, frjóhnappar stutt-broddyddir, gulir. Stíll allt að 7 mm. Aldin allt að 1,5 sm.
Uppruni
M & A Pyreneafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.