Lauffellandi, upprétt tré allt að 15 m hátt, krónan keilulaga, breið. Ársprotar og greinar stundum gisdúnhærðar, oft þyrnóttar.
Lýsing
Lauf 2-8 sm, egglaga-oddbaugótt, ydd, jaðrar bogtenntir, verða fljótt hárlaus, þótt þau séu brúsk-hærð í fyrstu. Lauf gul-rauð að haustinu. Blóm hvít, 3 sm breið, í hálfsveipum sem eru hárlausir eða brúskhærðir. Reifar flókahærðar. Frjóhnappar rauðir. Aldin 2,5-5 sm perulaga eða hálfhnöttótt, gulgræn, bikar langær, aldinkjöt beiskt.
Uppruni
Evrópa, Litla Asía.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://homeorchard.ucdavis,edu
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta í sólreit sem sáð var til 2002.