Pyrrocoma crocea

Ættkvísl
Pyrrocoma
Nafn
crocea
Íslenskt nafn
Logahadda*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Appelsínugulur-gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar allt að 60 sm háir, allmargir, lítið eitt langhrokkinhærðir efst. Grunnlauf allt að 20 sm, spaðalaga, sjaldan tennt, hárlaus, stinn, með legg, stöngullauf lensulaga, legglaus, hálf-greipfætt.
Lýsing
Karfan venjulega stök, endastæð, reifar um 2 sm, breið-hvolflaga, nærreifar í allmörgum hvirfingum, egglaga til aflöng-spaðalaga, snubbótt eða bogadregin, þau ytri næstum jafnlöng þeim ytri. Geislablóm allt að 2 sm, appelsínugul-gul. Aldin allt að 6 mm, hárlaus.
Uppruni
Bandaríkin (Wyoming, Colorado, New York, Mexíkó)
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar af hálftrénuðum stönglum í sand í lokuðu rými.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Ræktuð með góðum árangri í Grasagarði Reykjavíkur, myndirnar eru teknar þar.