Fjölæringur með litla lauka, laukhýðið brúnt. Lauf oftast 2.
Lýsing
Blómstilkar 5-20 sm, lauflausir, með 4-10 blóm í gisnum klasa. Blóm næstum legglaus eða þau neðstu eru með allt að 10 mm legg, fölblá með dekkri rákir, sjaldan hvít eða grænleit. Blómhlíf 7-10 mm, með stutta pípu neðst, flipar uppréttir eða útstæðir, ekki galopnir, gin með 6 flipa krónu. Fliparnir skaga fram milli fræflanna. Frjóhnappar næstum legglausir, festir á baki við krónuna. Eggleg yfirsætið, stíll 1. Aldin myndar næstum hnöttótt hýði.
Uppruni
Kákasus, Tyrkland, N-Íran, N Írak & Líbanon.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, skipting, sá strax eftir fræþroskun.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í þyrpingar, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð planta, ómissandi í vorlaukahópinn.
Yrki og undirteg.
Afbrigðið var. libanotica enn fallegra en aðaltegundin og var. libanotica 'Alba' er með hreinhvít blóm.
Útbreiðsla
Puschkinia er ættkvísl með eina, breytilega tegund sem er ræktuð vegna ísblárra (postulínsblárra) blóma sem koma snemma. Plantan þrífst í allskonar vel framræstum jarðvegi og betra er að hún ofþorni ekki að sumrinu.