Grunnlauf fjöðruð með um 40, 3-7 mm breiða flipa, laufin koma að blómgun lokinni. Stönglar og reifablöð þétt silkihærð.
Lýsing
Blómin verulega stærri, allt að 9 sm, blómhlífarblöð breið oddbaugótt. Knúppar áberandi, þaktir silfurlitu eða gulbrúnu hári.
Uppruni
M Evrópa, Úkraína.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1993 og önnur sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2000, báðar þrífast vel.