Fjölær jurt, 15-25 sm há. Laufin 4 eða 5, breiða úr sér að blómgun lokinni, laufleggir 5-8 sm, með löng, mjúk hár. Laufblaðkan mjó oddbaugótt, stundum egglaga, 7-8,5 x 2,5-4 sm, með (3 eða) 4 pör af hliðarsmáblöðum, 3 x fjaðurskipt, lítið eitt hærð neðan, hárlaus ofan, fliparnir eglaga, endafliparnir band-lensulaga til bandlaga, stundum egglaga, 1-1,5(-2,5) mm breið, jaðar niðurorpnir, hvassydd. Neðri flipar með legg, efri flipar legglausir.
Lýsing
Blómstönglar um 1,5 sm, verða 15 sm þegar fræin eru fullþroska, hærðir. Reifablöð 2,8-3,4 sm, samvaxin neðst í 5-6 mm pípu, fínskipt efst, flipar bandlaga til bandlensulaga, 1-1,5 mm breið, smádúnhærð neðan. Blómhlífarblöð bláfjólublá, sjaldan hvít, upprétt, egglaga-aflöng til oddbaugótt, 2,2-4,2 x 1-1,3 sm. smádúnhærð neðan, sljóydd eða snubbótt. Frjóhnappar gulir. Blómskipun með aldinum um 5 sm í þvermál. Hnetur um 4 mm, þétt smádúnhærð. Stílar langæir, 4-5 sm.
Uppruni
Kína, Mongólía, Síbería.
Harka
6
Heimildir
= 1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200008063, Flora of China,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2008 og gróðursett í beð 2010, þrífst vel.