Pulsatilla regeliana

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
regeliana
Íslenskt nafn
Lotbjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Anemone regeliana Maxim.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
5-15 sm
Vaxtarlag
Grunnlauf egglaga að utanmáli, með langan lauflegg, fínskipt. Blómstönglar hvíthærðir.
Lýsing
Blómin klukkulaga, 25-40 mm löng, 6-deild, blómhlífarblöðin oddbaugótt, snubbótt.
Uppruni
Mongolía.
Heimildir
flora.kadel.cz/g/kvCard.asp-Id=11459.htm,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.