Þýfð, fjölær jurt með kröftugan jarðstöngul, allt að 15 sm há í blóma, en allt að 45 sm há þegar aldinin eru þroskuð. Grunnlauf með lauflegg, oftast 3-fjöðruð, flipar djúpskertir í um 150 mjóa flipa, dúnhærðir, stöngullauf samvaxin neðst, dúnhærð með um 30 flipa.
Lýsing
Blómin stök, 3-4 sm í þvermál, sívöl, drúpandi, dökkpurpura, rauðleit, fölfjólublá, grængul eða sjaldan hvít. Blómhlífarblöð oftast 6, baksveigð í oddinn, silkihærð neðan. Aldiniö er hneta. - Yrkið: 'Alba' er með hvít blóm.