Pulsatilla patens

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
patens
Íslenskt nafn
Sléttubjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Anemone patens L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bláfjólublár eða lilla.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
8-45 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með stutt hár, stönglar 8-15 sm háir í blóma en allt að 45 sm við aldinþroskann. Grunnlauf bogadregin-hjartalaga að utanmáli, handflipótt, hver flipi skiptur aftur í 2-3 band-lensulaga, tennta hluta, leðurkennd, þakin útstæðum hárum þegar þau er ung, verða hárlaus. Reifablöð upprétt, flipar mjó-bandlaga, hærðir.
Lýsing
Blómin upprétt, 5-8 sm í þvermál, bláfjólublá eða lilla, gull eða hvít utan með útstæð hár. Blómhlífarblöð 6, mjó-egglaga, ydd, útstæð. Fræflar stuttir, gulir. Hnetur með allt að 5 sm langa týtu.
Uppruni
N Evrópa, Rússland (N Ameríka).
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.