Pulsatilla montana

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
montana
Íslenskt nafn
Hlíðabjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Anemone montana Hopp.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blápurpura til dökkfjólublár.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
20-45 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 15 sm há í blóma, en allt að 45 sm hæð þegar aldinin eru þroskuð. Grunnlauf í 3 hlutum, smálaufin síðan aftur fínskipt og mynda um 150 flipa, dúnhærð. Stöngullauf legglaus, samvaxin, minna skipt, flipar um 25.
Lýsing
Blómin hangandi, 3-4 sm, bjöllulaga, blápurpura til dökkfjólublá, blómhlífarflipar 2 x lengri en fræflarnir, útstæðir en ekki baksveigð.
Uppruni
SV Sviss, A Rúmenía, Búlgaría.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Þrífst ágætlega bæði norðan og sunnanlands. Ekki í Lystigarðinum 2015 en hefur verið sáð.