Pulsatilla halleri

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
halleri
Íslenskt nafn
Heiðabjalla
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Anemone halleri All.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár til gráfjólublár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-45 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 15 sm há þegar hún blómstrar. Stönglarnir hafa lengst í 45 sm þegar aldinin hafa þroskast. Grunnlauf þétthærð í fyrstu, oft helst hæringin fram á haust, laufin fjaðurskipt í 3-5 hluta, miðflipinn er með langan legg, flipar aflangir-lensulaga, aftur fjaðurskipt hálfa leið að miðstrengnum. Reifablöð legglaus, samvaxin. Náskyld og lík geitabjöllu, mjög breyileg tegund.
Lýsing
Blómin upprétt eða því sem næst upprétt, 4-9 sm í þvermál, klukkulaga eða grunn bjöllulaga, fjólublá til gráfjólublá, mjög breytleg.
Uppruni
M & SA Evrópa, Krím.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur undir þessu nafni, allar þrífst vel.