Fjölær jurt, 7-25 sm há þegar hún er í fullum blóma, allt að 50 sm há þegr aldinn eru fullþroskuð. Jarðstönglar um 0,8-1,5 sm í þvermál. Grunnlauf 4 eða 5, ekki búin að breiða úr sér að fullu þegar plantan blómstrar, laufin eru með 7-15 sm langan legg, breið-egglaga eða hjartalaga að utanmáli, þrískipt, flipar djúp 2-3 flipótt, fliparnir bogadregnir, gróftennt, með ögn af liggjandi hárum á efta borði eða hárlaus, með þétt aðlæg hár á neðra borði. Reifablöð djúp 3-flipótt, fliparnir aflangir, snubbóttir.
Lýsing
Blómstönglar lóhærðir, blómin upprétt, blálilla eða fjólublá, blómhlífarblöð 2,5-4,5 x 1-1,3 sm, aflöng-egglaga, sljóydd, smádúnhærð á ytra borði. Fræflar um 1/2 lengd blómhlífarblaðanna, frjóhnappar gulir. Blómskipun´með fullþroska aldin 9-12 sm í þvermál. Hnetur 3,5-4 mm, útflattar, lítið eitt smádúnhærðar. Stílar langæir, 3,5-6,5 sm.
Uppruni
NA Asía (Kína, Kórea, A Rússland),
Harka
6
Heimildir
= 1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxin-id=200008054, Flora of China.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2012 og gróðursett í beð 2015.
Yrki og undirteg.
Pulsatilla chinensis v. kissii (Mandl) S.H.Li & H.Huang er nafn á plöntum sem vaxa í þurrum brekkum í S Liaoning. Basionym: Pulsatilla kissii Mandl var upprunalega lýst sem blendingi milli P. chinensis og P. cernua, sem virðist líklegt að svo sé. Drekabjalla (P. chinensis) er lækningajurt.