Pulsatilla armena

Ættkvísl
Pulsatilla
Nafn
armena
Íslenskt nafn
Hagabjalla*
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpuralilla.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Náskyld kúabjöllu (P. pratensis), 5-10 sm há þegar plantan er í blóma. allt að 20 sm þegar fræin eru þroskuð. Grunnlauf 1,5-4 sm, egglaga að utanmáli til, þétt hvíthærð sem og laufleggirnir og stönglarnir líka, tvífjaðurskipt, flipar annarrar skiptingarinnar djúp fjaðurskiptir, flipar mjó bandlaga-aflöng, næstum snubbótt eða ydd, reifablöð allt að 2,5 sm, skipt að miðju eða dýpra, oftast skert.
Lýsing
Blómin eru álút til hálfupprétt, bjöllulaga, allt að 3,5 sm, blómhlífarblöð aflöng, hvassydd, ekki baksveigð, purpura-lilla, þétt hvítullhærð utan. Fræflar ná ekki út úr blóminu. Fræ eru með 2,5 sm langar týtur.
Uppruni
Kákasus, Transkákasus.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2000, þrífst vel.