Fjölær jurt, 20-45 sm há. Grunnlauf með langan legg, tvífjöðruð, endaflipinn skertur næstum alveg að miðtaug, flipar oft baksveigðir. Stöngullauf með stuttan legg.
Lýsing
Blómin upprétt eða næstum upprétt, 4-6 sm í þvermál, fölgul. Blómhlífarblöð egglaga, þakin silkihári.
Uppruni
V & M Alpafjöll.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eftir blómgun, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 1970 og gróðursett í beð 1981 og önnur sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2006, báðar þrífast vel.Harðgerð, hefur reynst vel í LA og SH -