Pulmonaria visianii

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
visianii
Íslenskt nafn
Skógarlyfjurt*
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Lík P. angustifolia en oftast dálítið minni eða aðeins 15-30 sm há, blómskipunin stinnhærð og kirtilhærð (hjá S. angustifolia er dálítið af stinnum hárum en engin kirtilhár).
Lýsing
Laufin snörp, blómskipunin endastæður skúfur, með stoðblöð, krónan blá.
Uppruni
M og A Alpafjöll, fjöll í N Júgóslavíu.
Heimildir
= encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Pulmonaria/visianii
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í fjölæringabeð, í breiður.
Reynsla
Í E3 frá 1957 eða lengur G94. Vex í skógum og inn á milli runna í heimkynnum sínum.