Pulmonaria montana

Ættkvísl
Pulmonaria
Nafn
montana
Íslenskt nafn
Fjallalyfjurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Samheiti
Pulmonaria tuberosa var. ovalifolia St.-Lag
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fjólublár-blár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Gróskumikil, myndar fallegar laufbreiður. Er frábruðin floslyfjurt (P. mollis) að því leyti að blómskipunin er mun minna kirtilhærð. Laufin eru öll snarpari viðkomu. Plantan er yfirleitt með einlit græn má stöku sinnum sjá ógreinilega, fölgræna flekki á laufunum.
Lýsing
Grunnlauf allt að 50 x 12,5 sm, græn, yfirleitt án bletta, egglaga til oddbaugótt-lensulaga, mjókka að stilknum, mismikið þornhærð og ögn kirtil-dúnhærð ofan, langydd. Blómskipunin þétt-þornhærð, kirtildúnhærð. Krónan fjólublá til blá, krónupípan hárlaus að innan, neðst. Smáhnotir allt að 4,5 x 3,5 mm.
Uppruni
V & VM Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að vori.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skógarbotn, í fjölæringabeð.
Reynsla
Sjaldséð í ræktun. Í Lystigarðinum eru til gamlar plöntur, sem þrífast vel.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis.